37 and still going strong

Jæja, þar kom að því að ég bloggaði á ný. Átti alveg indælis mælisdag og þakka allar kveðjurnar á Facebook, msn og með bréfdúfum, sem brögðuðust alveg ágætlega.

Vinnan heldur áfram og vinnuleitin líka. Ég fór í viðtal um daginn hjá NNIT, en starfið sem var í boði var ekki nógu heillandi og í raun skref aftur á bak ef ég hefði tekið djobbið. Reyndar voru þeir sammála mér og töldu mig of hæfan. En eins og Blackadder sagði "all is not lost" og þeir ætla að skoða hvað þeir hafa. Ég fæ að vita bráðlega.

Á morgun ætla danskir að fara í verkfall. Hérna eru aðallega atvinnuuppalendur sem fara í verkfall, en líka atvinnuplásturberar og nálaverkendur. Atvinnuuppalendur munu gefa yngstu börnum færi á að njóta starfskraftanna, en Matthías Páll er fæddur vitlausu megin við árið 2005 og er því sendur heim. Þetta þýðir að ég muni taka stuttan vinnudag á morgun, ég fékk pössun fram á hádegi. Við munum skipta þessu verkfalli eitthvað á milli okkar ég og Sólrún þannig að sem minnstur skaði hljóti af.

Jæja, lengra verður bloggið ekki í dag...ég ætla ekki að valda ykkur vonbrigðum með því að lofa að blogga meira á næstunni. Ég hreinlega hef ekki svo mikið að "blogga um" þessa dagana.

Lifið heil og munið að sannleikurinn liggur í botninum á koníaksflöskunni...drekkið og þér munið finna.

kveðja,

Arnar Thor

Ummæli

Addý Guðjóns sagði…
Jæja, það styttist nú í að þú verðir 38! Hvar er ný færsla?
Til lukku með peyjann! Og takk fyrir kíkkið í dag.
Kveðja úr sultunni,
strittarinn Addý.

Vinsælar færslur